19 ágúst 2002

*veif*
Hallú hellú allir saman, jæja nú er ég komin úr fríi....alveg lovely tími og alveg æðislega gaman að koma aftur til vinnu......ég var alveg farin að bíða eftir að byrja að vinna aftur....bara svona til að koma reglu á þetta allt saman, ekki sofa á daginn og svona........
Ég held að ég sé ekki búin að líta í átt að tölvu síðað að ég fór í frí.....er að spá í að fara á svona blogg-internet upprifjunarnámskeið hjá Kollu minni......Svona frí er ekkert smá nauðsinlegt fyrir sálina mar....maður er alveg endurnærður. Ég er aðalega búin að vera fjölskyldustelpa í fríinu.....kallinn minn fór óvænt út á sjó aftur þannig að við höfðum ekki tækifæri til að fara út úr bænum einsog planið var......ætlum bara í sumó í vetur í staðinn.....Ég held að mér hafi tekist að heimsækja allt skyldmenni sem að ég á í Reykjavík....vingast við óvini mína og barasta eignast nýja vini.....þessi tími er búinn að vera snilld....Fóruð þið á "Gay pride" ?? Dagurinn var æðislegur....yndisleg stemmning og bara allt svo vel heppnað.........."Til hamingju með daginn"....betra er seint en aldrei, ekki satt !! Ég skellti mér á mjög sveitt kvöld á Nasa eftir Gay Pride.....fín stemmning og alveg stappað af fólki....það voru allir eitthvað svo ástfangnir þarna inni....og mikið verið að koma út úr skápnum (með annan fótin allavega)...."til hamingju með það" ......
Svo var það "Menningarnóttin" hérna síðasta laugardag....ekkert smá vel heppnaður dagur líka....og flugeldasýningin var alveg æðisleg....ég var alveg einsog lítið barn "again"...tapaði mér alveg á ánægju.....*jeij*......það getur kanski verið af því að ég fór í berjamó fyrr um daginn.....vá ég hafði ekki farið í berjamó bara síðan að ég var 7 ára eða eitthvað....þetta var ekkert smá gaman. Fór með "perlupari" og "Pusa" hvolpnum þeirra, keyrðum inní Hvalfjörð, fundum okkur alveg yndislegan stað þar sem að það var allt krökt í stórum, feitum bláberjum.....sólin skein, hundurinn held ég að hafi óverdósað af berjum og fólk alveg tapaði sér og varð bara 7 ára aftur.......æi svo var svo yndislegt veður.......ég mæli fast með því að fólk skelli sér í berjamó.............bara gaman !!
Well ég ákvað að heilsa lítt uppá ykkur og láta ykkur vita að ég er enn á lífi og hef það bara fínt........vona að þið séuð öll í góðum fíling og hafið það gott!!
*knús*

Engin ummæli: