21 ágúst 2002

*morgungeisp*
Ohhh....ég borðaði besta mat sem að ég hef barasta fengið í langann tíma í gær, einsog ég sagði í gær fékk ég svona Lúðu í gráðostarjómasósu *slurk*....namm namm namm....bara gómsætt og gott....hefði viljað bjóða ykkur öllum....gerði það bara í huganum...
Ég var að surfa áðan á milli "blogga"....og það eru ekkert smá margir að skrifa þessa dagana...mér finnst þetta fyrirbæri bara hreinasta snilld, maður dettur inná allskonar fólk, ég datt inná síðu áðan sem að gerði mig svo reiða og pirraða að það er bara með engu lagi líkt, bara af því að manneskjan sem að var að skrifa er með þveröfugar skoðanir og pælingar og ég.....en svo fór ég inná síðu sem að var pura "steypa" og hún kom mér í svo mikinn galsa, ég var farin að hneggja...fólkið í vinunni heldur örugglega að ég sé "einhverfur, holgóma hundur".......vívííííí......bara hreinasta hamingja í gangi í dag.....sólin er að berjast við skýin.....allir svona aðeins léttari í skapinu í dag en í gær.....æi lífið er hreinasta smjörlíki þessa dagana...
Ég ætla samt sem áður að fara að halda áfram að vinna.......ohhhh....af hverju get ég ekki verið kvótakongur eða eitthvað *bros* ??
*veif*

Engin ummæli: