26 ágúst 2002

Gleðilegan mánudag gott fólk !!
Vonandi var helgin ykkar allaveganna - skemmtileg, spennandi, ögrandi, leiðinleg, óvænt..etc..........mín var með eindæmum RÓLEG....á föstudaginn, eða eftir að ég kom heim úr vinnu að verða 9 um kvöldið lagðist ég í heitt fótabað og var bara einsog myglaður naggrís fyrir framan imbann allt kvöldið, fékk bara heimatilbúinn austurlenskan mat uppí sófa og dekur....*bros*. Ég held að ég hafi bara dottið út um miðnætti, man bara að Eddie Murphy (í drakúlalíki) var á skjánum þegar að ég datt út...Vaknaði alveg óheyrilega snemma á laugardeginum og fór að skúra, duglega konan. Svo eyddi ég deginum með kallinum, þar sem að hann fór á sjóinn um kvöldið. Eftir að ég keyrði hann fór ég bara til mútunnar minnar og hún bauð mér í mat frá Nings og sjónvarpsgláp....var reyndar að spá í að kíkja út á lífið með Kollu, Geira og co en ég bara hreinlega nennti því ekki. Það er einsog að það sé einhversskonar franskur rennilás á mér og öllum sófum bæjarins, ég bara hreinlega festist ef að ég sest :).....hryllilegt ástand alveg.....sem að maður þakkar reyndar fyrir þegar að maður vaknar morguninn eftir hvorki þunnur né blankari (alltaf að sjá það góða í öllu og öllum *glott*). Well ég vaknaði aftur ógó snemma á sunnudagsmorguninn og ákvað að skella mér barasta í morgunkaffi til Tótu frænku og Pusa sonar hennar. Þar var mér boðið uppá ljúffengt kaffi og sérbakað úr Bakaríinu í Suðurveri (sem er bara snilld - mæli með því).....við kjöftuðum um heima, geima, föndur, prótein, karlmenn, þvottefni, krem .... etc.... bara voða ljúfur dagur, lögðumst svo í videogláp þar sem gestgjafinn bara dó í sófanum......Þegar að hún ákvað að vakna, að myndinni lokinni ákváðum við að fara uppí Öskjúhlíð, hlaupa aðeins um og viðra hundinn (Pusa).....þar lenti minn maður bara á séns...voða fjör bara........Well þetta var bara svona eftir öllu............helgin algjör beygla.....ótrúleg leti og afslöppun........enda endurnærð í dag. Stefni á að hitta Kolluna mína í kvöld ef að hún hefur tíma þessi elska....Well ég verð víst að halda áfram að vinna....
*rúsínuknús*

Engin ummæli: