
Nú er aldeilis pressan á manni að skrifa - því jú ég er oficially orðinn lélegasti bloggari sem sögur fara af...
Það er allt í gangi í litla kotinu og lífi okkar mæðgna. Fullt af breytingum á þessu fallega lífi - sem ég held að
séu bara af hinu góða ... verður maður ekki að lýta á það þannig ?
Lífið hefur alltí einu snúist heilan hring, ekkert einsog það var eða einsog "það á að vera" og ég er bara nokkuð
sátt ef að ég á að segja einsog er *bros*
Litla dýrið fer norður yfir heiðar á föstudaginn og við Yolanda höfum ákveðið að skutlast með dýrið...ferðinni var flýtt um viku og voru
allt önnur plön áður borðlögð sem er jú pínu svekkjandi - en maður bara gerir hið besta úr hlutunum og heldur brosandi út í dagin og barasta
veltir sér ekkert uppúr því...
Ég er bara farin að hlakka mikið til þessa litla bíltúrs okkar - erum meira að segja að spá í að breyta þessu litla "roadtrip" í svona "mini sumarfrí" og gista einhverstaðar hinumegin við heiðina *jeij*..
Annars er farið að styttast ansi mikið í sumarfríið hjá "húsmóðurinni" og hefur verið ákveðið að fara í tjaldferðalag um litlu eyjuna fögru...fara bara hringinn með góðu stoppi hjá Bjólfi kærastanum mínum...ég hlakka svo til að ég held að ég sé að springa..get eiginlega ekki beðið - en maður verður víst :)
Sumarfrí með sem minnstum plönum, helst að fara bara þangað sem sólin skín og öll úr bönnuð....svona tímalaust ferðalag - hljómar vel...eða hvað finnst ykkur?
Hvað er með veðrið þessa dagana - það er æææði....við kotverjar eru samt farnar að líkjast Körfum heldur mikið .... en ég meina maður kvartar ekki yfir svona sælu....elska þetta veður! Síðan eru svo margir óléttir sem að bara eykur á gleðina á mínum bæ.....óléttar konur er svo fallegar, svo glóandi...er hægt annað en að verða hamingjusamar þegar að maður sér þær?
En já, nú er nóg af tuði í bili...ég ætla ekki að lofa að bæta mig...skrifa næst þegar að hugurinn leitar hingað :)
Sólarkveðjur til ykkar allra...
2 ummæli:
Ha ha, ég held sem fastast í titilinn "lélegasti bloggari ever" og vertu nú ekkert að reyna að rusla þér í það sæti kona góð, það særir mig í æ þarna draslinu sem pumpar dótinu around the valley, remember? Hmmmm..?
En annars takk fyrir samveruna ástin mín á rót trippinu góða, love you.
..Takk sömuleiðis "rampa"..
..draslinu sem pumpar dótinu..áttu við "the big muscle" ?? :)
Skrifa ummæli