Vikan er búin að fljúga, tíminn líður svo hratt - held ég sé að verða búin að vinna frá mér allt vit, eða í það minnsta ekki mikið vit eftir í litlu bauninni og daman mikið búin að vera með "rugluna" síðustu daga...gott að ég vinn með góðu fólki sem umber vitleysuna í mér og sem vellur uppúr mér á köflum - já það er gott að eiga góða að *glott*
Annars var "roadtripið" síðustu helgi alveg bjútífúl og ég held að ég hafi ekki hlegið jafn mikið á ævinni, eða ekki í laaangan tíma - maður var með harðsperrur í andlitinu og maganaum bara langt fram eftir viku....Það er nú bara rúm vika í næsta ferðalag og ég er farin að hlakka allverulega til, alveg farin að pakka og hlaða bílinn í huganum..
Ég verð nú samt að nefna það að ég er frekar ósátt við aksturslag meirihluta landans út á þjóveginum - stórhættulegt lið (auðvitað ekki allir...).... fólkið sem brunar um með þessa tjaldvagna/fellihýsi aftaní hjá sér - þarf ekki eitthvað spes leyfi til að keyra með þetta eða hvernig er það? Sá allt of marga á aaallt of miklum hraða bruna með þetta aftaní og vagnarnir rásuðu þvers og kruss yfir vegina, maður beið bara eftir að þeir ylltu...eða jú fólkið sem var með svona og í bílum sem voru kanski svona 2 nr. of litlir til að höndla vagninn....ég skil ekki....hvað þarf til að mega og geta keyrt með svona? Ég er ekki frá því að ég leigji mér bara reiðhjól næsta sumar, sjóði aftaní það kúlu og skelli mér hringinn um landið með svona vagn....svona miðað við það sem ég sá síðustu helgi þá er það bara ekkert svo fáránleg hugmynd *glott*..
En jæja, best að jobba aðeins - ætlaði bara að kasta á ykkur kveðju og óska ykkur góðrar helgar...
Langaði líka að nota tækifærið (betra er jú seinnt en aldei ekki satt?) að óska Æsunni minni og Sverri til hamingju með daginn "þeirra" um daginn....
..og síðan langaði mig að óska Lilju og Ómari til hamingju með prinsessuna...litlu krúttusprengjuna :)
