29 maí 2002

*Geisp*
Góðan daginn gott fólk! Jæja nú er komin miðvikudagur, vikan hálfnuð og það er svo sannarlega farið að styttast í helgina *jeij*
Ég verð að deila með ykkur ánægju minni á "æðislegri" þjónustu sem að ég fékk í gær, ég fór nefnilega á klippistofu í gær. Lét taka 30 cm af lubbanum og fékk mér strípur, ekkert smá sátt við sjálfa mig í dag *brosallannhringinnkall*. Well stofan heitir "Tony & Guy" og er efst á Laugaveginum, þetta er sko staður sem að lætur út á að koma VEL fram við kúnann, maður fær matseðil/drykkjarseðil á meðan maður bíður (ef að það kemur þá fyrir), það er alltaf verið að bjóða manni eitthvað...ábót, eitthvað nýtt, kalt vatn, epli...etc Og þið vitið góði parturinn við að fara á stofu er nuddið sem að maður fær þegar að þær þvo á manni þennan blessaða lubba...well þarna eru sérstakar 20-30 mín. settar í þetta....ég var alveg í vímu þegar að þessu var lokið og ég var að borga....og svo er maður klæddur í jakkann þegar að maður fer út hihihih....well .... ætla að stökkva út og fá mér morgunsígó!! Tala aftur við ykkur á eftir
*síðhærðir hamstrar eru ekkert verri*

Engin ummæli: