16 september 2012

...prufukeyri bloggið að nýju...

Jebbsí  - ansi langt síðan síðast...
Þetta er algjörlega gert fyrir þig .... eina lesandann :)

Veit ekki hvernig mér tókst hér áður fyrr að pikka inn þessa endalausu bloggfærslur um gjörsamlega ekki neitt, hefur örugglega verið einhverskonar "andleg losun" sem átti sér stað...
Hlýtur að hafa gert mér eitthvað gott, því jú annars efast ég um að ég hefði nennt þessu...

Nú eru svo margt í gangi á internetinu - margt sem hefur komið í staðin fyrir gömlu góðu samskiptin...
Allir eru frægir á facebook og maður getur séð líf fólks í myndum a instagram...voða lítið prívasí eftir...
Þú jú ákveður hversu mikið þú bíður fólki inní líf þitt, hvað þú segir á fésbókinni og hvaða myndir þú velur að birta (í flestum tilfellum) ....sumir eru óþæginlega opnir og þekkja ekki mörkin- talandi um legslímuflakk og kynfæravörtur á fb, aðrir eru vandræðalega glærir - haldandi að Breivik sé breskur stjórnmálamaður , margir fegra sannleikan - segjandi eitt á fb en heimurinn veit annað og síðan eru það hinir sem eru temmilega "venjulegir" og bjóða góðan daginn..

....margur er samt maðurinn þarna úti sem ekki kemst í gegnum daginn án þess að logga sig inn á fésbókina og ég fæ verulegan kjánahroll þegar að fólk "þarf" að taka sér frí frá fb/twitter og blasta því þar....ef að þú ert virkilega svo illa haldinn að þetta er farið að hafa áhrif á daglegt líf hjá þér og þú telur þig þurfa að "fara í átak" eða þegar að þú setur í setningu "ég hef ekki kíkt á fb í viku" og segir það með stolti og gleðiglampa í augum þá hugsa ég að þetta sé spurning um að fara í einhver 12 spora samtök og hætta..þetta hlýtur þá að flokkast undir fíkn - eða hvað ?!?!  Hversu auðvelt það yrði, ég veit það ekki - að hætta á þessum samskiptasíðum er jú ekkert djók. Þetta er "staðalbúnaður" í öllum nýjustu símunum og fólk virðist ekki lengur taka upp símann og óska fólki til hamingju með afmælið eða jafnvel bjóða í jólaboð...
Já en ég meina tímarnir breytast og mennirnir með - þetta er víst þróunin og maður þarf að reyna vera í takt...
Tækninni fleytir fram og maður þarf að læra að lifa MEÐ henni- bara ekki Í GEGNUM hana!

*heh*
Var ekki lengi að romsa þessu frá mér - veit ekki hvort að þetta meikar eitthvað sense, en hljómar mjög lógískt í hausnum á mér :)
Þreytt eftir frábæra helgi - sé fyrir mér kertaljós, góða ræmu, knús og góða nótt.....


Engin ummæli: