03 október 2007

..kakan mín....


...Ég er með köku í ofninum núna - og nei gott fólk ég er ekki ólétt - þetta er öðruvísi kaka...
Kaka sem ég hef aldrei bakað áður...
Kaka með hráefnum sem ég vissi ekki einu sinni að væru til....
Kaka sem ég hef ekki hugmynd um hvernig á að baka, hversu lengi á að vera í ofninum né við hvaða hita er best að baka hana....
Kaka sem að ég vill að sé fullkomin því ég veit hún getur orðið það...
Kaka sem alltaf virðist bragðast unaðslega þegar að aðrir baka hana...
Ég sagði vinkonu minni í gær frá þessum bakstri mínum, leitaði ráða þar sem ég hafði grun um að hún hefði svörin, mælieiningarnar og aðferðina...
Ég vissi líka að ef að hún hefði ekki svörin myndi hún svara mér eins hreinskilningslega og hún gæti og hjálpa mér að fletta upp og finna svörin....
Ég leita aldrei ráða hjá fólki sem að ég veit að segir "það sem ég vill heyra eða heldur að ég vilji heyra" - sama þó að ráðleggingarnar og svörin séu ekki mér að skapi - þess vegna eru nokkar "velvaldar" manneskjur í mínu lífi sem að hjálpa mér að hnoða deigin og ákveða hvaða krem og kökur skal baka þegar að ég baka..ég er vandlát.....og ég er ógurlega þakklát fyrir að eiga þær að , þessar fallegu og ráðagóðu manneskjur..!!
Ég fékk svörin sem að ég bjóst við í gær - ég fékk svörin sem að ég vildi....(sem ég er ekki vön að gera..skemmtileg nýjung og tilbreyting!!)

Ég vaknaði í morgun, bretti upp ermarnar - ákvað að ég skyldi ekki gefast upp - setti dass af hamingju í deigið og held ótrauð áfram að baka...aðeins vissari í dag en ég var í gær...."mér skal takast að baka þessa köku - og hún skal verða eins fín og góð og hjá....."

Lífið er yndislegt ...og ég hlakka til að bera fram kökuna fínu!

Engin ummæli: