
Jæja litlu lömb....
Hef ekkert verið allt of dugleg við að blogga, veit það - mikið gengið á hjá manni samt sem áður..
Annars er ég að fara út til Spánar í næstu viku (Barcelona & Madrid) - vegna vinnunnar og ég hlakka alveg rosalega til - en er að deyja úr stressi á sama tíma...þannig að bumban og hausinn eru einsog þvottavél (sem vantar dæluna í *heh*) þessa dagana....en þetta er svona skemmtilegt stress...
Mikill undirbúiningur í gangi - er að fara að gera og takast á við eitthvað sem að ég þekki ekki og hef ekki gert áður og það heillar alveg óskaplega - alltaf gaman að sjá hvað maður getur og gerir, testa sjálfa sig dálítið - það er bara holt.....*hehe*..
Ég hlakka þó mest til að hitta og sjá fólkið sem að ég er í daglegum samskiptum við þarna úti - gegnum skype, mail og símann, verður gaman að getað loksins sett andlit við raddirnar...hlakka líka til að sjá hvort að fólkið sem hefur boðið manni vinnu, boðið manni gull og græna skóga, beðið mann um að giftast sér og flörtar í símann - hvort að það sé jafn ófeimið þegar að það loks hittir mann eða hvort að þetta sé allt í fingrunum á þeim - það er einsog fólki finnist auðveldara að "tala" þegar að það sér ekki viðkomandi - vitiði hvað ég meina?!?!
Æi, já ég hlakka bara til......hef ákveðið að hætta að hugsa um "stresspartinn" í dag - vinn í honum um helgina...
Alveg typical - dýrið ég er að fara til útlanda - er búin að hlakka til að getað loksins stoppað hjá Kollunni minni í vinnunni hennar á Leifstöðinni - en nei nei, örugglega eini dagurinn sem að hittir þannig á að hún verður ekki komin niðrí vinnu - súúúrt......
Ég hlakka svo til að setja inná litla kaffihúsið mitt í Barcelona, með gott kaffi, croisant og póstkort..
Ég hlakka til að hitta Miguel, manninn með ávextina "mína"...
Ég hlakka til að labba inní litlu hliðargallerísgötuna "mína"...
Ég hlakka til ég hlakka til....
Annars bara allt ljúft að frétta úr kotinu - allar 50 tærnar bara krumpaðar og sætar....lífið er yndislegt - var ég búin að segja ykkur það *heh* ?
Ótrúlegt hvernig lífið getur tekið svona stórvægilegum breytingum á stuttum tíma en allt einhverveginn gengur upp, allt er einsog það á að vera og allt er einhverveginn einsog það hafi aldrei verið öðruvísi....bjútífúl.....
Rétt áðan felldi ég einn "vegg" í mínu lífi - úff - það var erfitt - svona gottvont......
Hef svo mikið að segja ykkur.....en ætla ekki að gera það strax.....vona að helgin verði ljúf og góð við ykkur....