12 maí 2007

..laugardagur til leiðréttinga...



...við mæðgurnar vöknuðum eiturhressar klukkan 6 í morgun, einsog flestalla aðra morgna nema hvað ég er farin að efast um ágæti þess að við búum bara tvær í kotinu um þessar mundir....
Þegar að 27 ára gömul kona býr ein með 4 ára gamalli píu og er með henni 98.7% af tímanum fer þessi 27 ára smám saman að tala við 4 ára barnið einsog jafnaldra sinn - um hina ýmsustu hluti (ég veit hvar þessi fína lína liggur, ekki hafa áhyggjur *glott*)...
Síðustu dagar hafa mikið snúist um pólitík á þessu heimili þar sem fátt annað er í boði í fjölmiðlum og þar sem þessi 4 ára er með eindæmum forvitin, lærdóms og fróðleiksfús hef ég reynt eftir bestu getu að svara spurningunum sem koma einsog á færibandi til mín....
Sú stutta bjó til dagatal til að telja niður til kosninga (held hún sé spenntari fyrir þeim en jólunum), ég held að hún viti nöfnin á fleiri stjórnmálamönnum en ég og eflaust líka hvaða flokkum þeir tilheyra - ég bíð bara eftir að hún segir hvað sé á stefnuskránni, hún veit hvað við kjósum á þessu heimili og hvað við kjósum EKKI, hún veit við erum "til vinstri" ekki hægri og vill tildæmis að við beygjum bara til vinstri þegar að við erum keyrandi eða gangandi, séum á vinstri akrein og veifar nú með vinstri þó rétthennt sé (þetta er voða sport) hún segir ótt og títt "mamma, við erum vinstristelpur - er það ekki?"

...í morgun vaknaði ég við "mamma, mamma, mamma.....vaaaaknaðu - við verðum að fara í sparífötin og flýta okkur að kjósa"...Þannig að nú 3 tímum seinna erum við komnar í "betri fötin" og erum galvaskar á leið á kjörstað - ég er alin þannig upp að á kjörstað fer maður í sparifötunum með bros á vör, í þeirri trú að atkvæðið þitt skiptir máli..

Ég vona að dagurinn verði fallegur og góður við ykkur öll.....hasta pronto!

4 ummæli:

Nafnlaus sagði...

híhí litla dúllan :)

Svetly sagði...

*heh* - hlakka til þegar að prinsinn þinn fer að "framleiða" gullkornin ;)

Dilja sagði...

hahahah en hvað það er alltaf gaman hjá ykkur.
þegar ég verð stór ætla ég að vera svona góð mamma eins og þú urður

og jú ég fór líka í kjól að kjósa:)

Svetly sagði...

Diljá - þú verður yndisleg mamma, það er ég viss um (jööö ég hlakka bara til við að hugsa um það *heh*)...
..ég bjóst ekki við öðru en að þú hefðir farið í vel valin föt á kjörstað - enda vel upp alin ;)