
Ég á í mesta basli við að skrifa þessa dagana, ég hef svo mikið að segja og veit ekki á hverju ég ætti að byrja, ég er ekki alveg að getað ákveðið hvort það eigi heima í netheimum eða ekki, ég er orðin rugluð þegar að það kemur að því að skrifa á íslensku - ég er föst í því að hugsa á spænsku, snúa því yfir á ensku og þaðan íslensku, eða öfugt þannig að útkoman verður einsog mjög illa þýdd skáldsaga sem að einhverjum ástæðum var samt gefin út (notabéne - hata þegar að það er gert *heh*)....
Ég vinn á kvennavinnustað (sem er bara frábært - allt góðar konur, margbreytilegar og misjafnar..), þar er mikið er gert að því að "ræða málin" - ég get ekki sagt að ég sé góður meðspilari í þeim leik þar sem ég er ekki mikið fyrir það að ræða mál annarra í fjarvist þeirra né ræða "mín" mál nema við þá sem standa mér næst - ég er ekki að segja að ég sé fullkomin-langt í frá, ég hef talað um aðra þó þeir séu víðsfjarri ... ég er bara að segja að ég legg það ekki í vana minn né nenni að eyða kaffi eða matartímanum í það....skiljiði hvað ég er að fara?
Allavegana, við sátum saman í kaffi um daginn og jújú það var verið að tala bara um lífið og tilveruna þegar að ein snýr sér að mér og segir..
"Urður - þú virðist vera sú sem mest veist um alla en enginn virðist vita neitt um þig!"
Hverju svarar maður, ég spyr?
Stundum held ég að það standi skrifað einhverstaðar á mér...."koddu til mín, segðu mér ALLT um þig - ég lofa að segja það engum!!"....
Ég viðurkenni það alveg að ég hef einstaklega gaman að því að fylgjast með fólki og hlusta á það þegar að það hefur eitthvað merkilegt að segja um sjálft sig, ég legg orð í belg þegar að ég held að það geti skipt einhverju máli eða þegar sá eða sú leytar svara...guð minn góður, ekki halda að ég sitji bara alltaf og þegji...
Stundum held ég að þetta sé það sem geri mig að þeirri manneskju sem að ég er, sé minn "skóli".. ég læri af lífi fólks (einsog við öll)....ég horfi og hlusta á fólkið í kringum mig og "glósa"
*Þetta vill ég....
*Þetta vill ég ekki...
*Svona myndi ég aldrei gera...
*Svona ætla ég að gera það...
*Þetta myndi ég aldrei láta út úr mér...
*Ég vona að einhvern daginn fái ég tækifæri til að segja einhverjum þetta...
......
"Urður - þú virðist vera sú sem mest veist um alla en enginn virðist vita neitt um þig!"
Þessi setning situr í mér - hún truflar mig en á sama tíma veitir hún mér einhverja svona öryggistilfinningu...
Á ég að breyta mér - segja öllum allt mögulegt um mig á öllum mögulegum stundum...eða halda mínu striki og halda áfram að glósa .....spurning *heh*