18 maí 2007

..námsmaðurinn..


Ég á í mesta basli við að skrifa þessa dagana, ég hef svo mikið að segja og veit ekki á hverju ég ætti að byrja, ég er ekki alveg að getað ákveðið hvort það eigi heima í netheimum eða ekki, ég er orðin rugluð þegar að það kemur að því að skrifa á íslensku - ég er föst í því að hugsa á spænsku, snúa því yfir á ensku og þaðan íslensku, eða öfugt þannig að útkoman verður einsog mjög illa þýdd skáldsaga sem að einhverjum ástæðum var samt gefin út (notabéne - hata þegar að það er gert *heh*)....
Ég vinn á kvennavinnustað (sem er bara frábært - allt góðar konur, margbreytilegar og misjafnar..), þar er mikið er gert að því að "ræða málin" - ég get ekki sagt að ég sé góður meðspilari í þeim leik þar sem ég er ekki mikið fyrir það að ræða mál annarra í fjarvist þeirra né ræða "mín" mál nema við þá sem standa mér næst - ég er ekki að segja að ég sé fullkomin-langt í frá, ég hef talað um aðra þó þeir séu víðsfjarri ... ég er bara að segja að ég legg það ekki í vana minn né nenni að eyða kaffi eða matartímanum í það....skiljiði hvað ég er að fara?
Allavegana, við sátum saman í kaffi um daginn og jújú það var verið að tala bara um lífið og tilveruna þegar að ein snýr sér að mér og segir..
"Urður - þú virðist vera sú sem mest veist um alla en enginn virðist vita neitt um þig!"
Hverju svarar maður, ég spyr?
Stundum held ég að það standi skrifað einhverstaðar á mér...."koddu til mín, segðu mér ALLT um þig - ég lofa að segja það engum!!"....
Ég viðurkenni það alveg að ég hef einstaklega gaman að því að fylgjast með fólki og hlusta á það þegar að það hefur eitthvað merkilegt að segja um sjálft sig, ég legg orð í belg þegar að ég held að það geti skipt einhverju máli eða þegar sá eða sú leytar svara...guð minn góður, ekki halda að ég sitji bara alltaf og þegji...
Stundum held ég að þetta sé það sem geri mig að þeirri manneskju sem að ég er, sé minn "skóli".. ég læri af lífi fólks (einsog við öll)....ég horfi og hlusta á fólkið í kringum mig og "glósa"
*Þetta vill ég....
*Þetta vill ég ekki...
*Svona myndi ég aldrei gera...
*Svona ætla ég að gera það...
*Þetta myndi ég aldrei láta út úr mér...
*Ég vona að einhvern daginn fái ég tækifæri til að segja einhverjum þetta...
......

"Urður - þú virðist vera sú sem mest veist um alla en enginn virðist vita neitt um þig!"
Þessi setning situr í mér - hún truflar mig en á sama tíma veitir hún mér einhverja svona öryggistilfinningu...
Á ég að breyta mér - segja öllum allt mögulegt um mig á öllum mögulegum stundum...eða halda mínu striki og halda áfram að glósa .....spurning *heh*

12 maí 2007

..laugardagur til leiðréttinga...



...við mæðgurnar vöknuðum eiturhressar klukkan 6 í morgun, einsog flestalla aðra morgna nema hvað ég er farin að efast um ágæti þess að við búum bara tvær í kotinu um þessar mundir....
Þegar að 27 ára gömul kona býr ein með 4 ára gamalli píu og er með henni 98.7% af tímanum fer þessi 27 ára smám saman að tala við 4 ára barnið einsog jafnaldra sinn - um hina ýmsustu hluti (ég veit hvar þessi fína lína liggur, ekki hafa áhyggjur *glott*)...
Síðustu dagar hafa mikið snúist um pólitík á þessu heimili þar sem fátt annað er í boði í fjölmiðlum og þar sem þessi 4 ára er með eindæmum forvitin, lærdóms og fróðleiksfús hef ég reynt eftir bestu getu að svara spurningunum sem koma einsog á færibandi til mín....
Sú stutta bjó til dagatal til að telja niður til kosninga (held hún sé spenntari fyrir þeim en jólunum), ég held að hún viti nöfnin á fleiri stjórnmálamönnum en ég og eflaust líka hvaða flokkum þeir tilheyra - ég bíð bara eftir að hún segir hvað sé á stefnuskránni, hún veit hvað við kjósum á þessu heimili og hvað við kjósum EKKI, hún veit við erum "til vinstri" ekki hægri og vill tildæmis að við beygjum bara til vinstri þegar að við erum keyrandi eða gangandi, séum á vinstri akrein og veifar nú með vinstri þó rétthennt sé (þetta er voða sport) hún segir ótt og títt "mamma, við erum vinstristelpur - er það ekki?"

...í morgun vaknaði ég við "mamma, mamma, mamma.....vaaaaknaðu - við verðum að fara í sparífötin og flýta okkur að kjósa"...Þannig að nú 3 tímum seinna erum við komnar í "betri fötin" og erum galvaskar á leið á kjörstað - ég er alin þannig upp að á kjörstað fer maður í sparifötunum með bros á vör, í þeirri trú að atkvæðið þitt skiptir máli..

Ég vona að dagurinn verði fallegur og góður við ykkur öll.....hasta pronto!

09 mars 2007

...vakna árinu eldri...


...í dag vakna englarnir mínir þrír árinu eldir...
Erfinginn, Hrönnslan og Tinna - til hamingju með daginn, vona að hann verði nú jafn fallegur og góður og þið þrjár eruð !!!

30 janúar 2007

Titanic - Two the surface


...eruði ekki að grínast með þetta ??
Kaninn er næstumþví jafn duglegur að "mjólka" framhaldsmyndir einsog við að "mjólka" Supernova-tónleikana...úffa

..walking down memory lane - with boxes in my hands....


Jæja - ó svo margt gerst síðustu vikurnar. Veit vart hvar ég á að byrja.
Við mæðgur erum "semí" fluttar - fer í dag og geng frá Langholtsveginum og skila honum af mér, það eru viss þáttaskil í mínu lífi - okkar lífi.
Mætti segja að "litla kotið" hafi bjargað okkur mæðgum á sínum tíma - andlega. Við eigum svo margar fallegar minningar úr kotinu og margir fallegir einstaklingar hafa átt stóran þátt í að búa þær til...verður erfitt, skrítið, tómlegt að skila af sér - en að sama skapi erum við að byrja uppá nýtt á nýjum stað í nýju hverfi og það leggst mjög vel í mig. Enda skilja fyrri íbúar bara gott eftir sig - sem í mínum bókum skiftir höfuð máli.
Litli kjúllinn á heimlinu er að "missa sig" yfir öllu plássinu sem hún hefur og veit varla hvernig hún á að haga sér.

Það er hálf skrítin tilfinning að flytja heimilið sitt, þó kotið hafi verið smátt leið okkur mjög vel þar, búnar að búa okkur fallegt heimili, hver hlutur átti sinn stað, áttum okkar gönguleiðir sem oft voru farnar, kauppmaðurinn á horninu (Rangá), Helgi eilífðarmótmælandi alltaf 2 húsum í burtu með heimagerðu skiltin sín - einhverra hluta vegna tók hann ástfóstri við litla dýrið og gekk áleiðis með okkur þegar að við fórum í Rangá á laugardagsmorgnum eða til Jóa Fel á sunnudagsmorgnum...æi ég veit það ekki - maður kemst í rútínu, kanski festist maður í þeim - who knows, á meðan manni líður vel þá ætti það ekki að skifta máli.Nú er bara að finna nýjar rútínur og nýja leið....og okkur mun mjög líða vel.
Enda ekki hægt annað, komin aftur á æskuslóðir, mikið af góðu fólki allt í kring og hef innst inni mjög gaman að því að litli erfinginn alist upp 2 húsum frá staðnum sem ég ólst upp á.....er það skrítin tilfinning?

Ég get ekki beðið eftir að fá bókaskápana/hillurnar mínar svo að ég geti farið að raða bókunum mínum - já það er viss fetish - bókafetishinn...sem ég held að mjög fáir skilja, jú nema kanski mamma, Kollan mín og Æsa....Held samt að Æsan sé án efa konungur bókauppröðunar í heimilisbókahillum .... hvað segirðu, var það í stafrófsröð eftir eftirnafni eða fornafni, íslenskur eða erlendur - fræðibækur eða skáldsögur...heheh ?? Já þessu fylgir mikil pæling og slatti af ást sett í það líka.... ;)

Já einsog ég segi, hlakka óstjórnlega til að koma öllu á "sinn" stað í nýju íbúðinni, fá borðstofuborðið mitt og stólana (erfinginn er samt ekki sátt við það - "en mamma, þá hef ég ekkert dansgólf lengur"), losna við kassana, raða bókunum og öllu þessu smádóti sem eltir mann, hlakka til að setja nafnið mitt á bjölluna, halda fyrsta kaffiboðið, barnaafmælið ...... ég hlakka til!

Að flytjast búferlum er svolítið svona "walking down memorylane" tilfinning - maður fer í gegnum ógrinnin öll af dóti, sorterar og hendir....maður kemst ekki hjá því að skoða allt sem maður á og geymir - og dísus kræst það sem maður geymir, ég fann t.d. í þetta skiftið dásamlega hluti einsog;
* Fyrstu bekkjarmyndina sem var tekin af mér eftir að ég flutti heim til íslands,
* Ástarbréf frá "kærasta" sem ég átti þegar að ég var 10 ára - yndislegt hvað maður er einfaldur og fallega þenkjandi þegar að maður er ungur!
* Box með miðum sem skrifaðir voru í tíma í Grandaskóla og Hagaskóla (god knows af hverju þetta var geymt, en það er það nú samt og á sitt eigið box
*heh* )
* Miði af Fugees tónleikum sem haldnir voru hér um árið - þeir voru geðveikir (eða í minningunnni allavegana)
* Leikhúsmiðinn af fyrsta deitinu.....
* Teiknimyndasería sem ég og Sirrý bjuggum til....vantaði ekki hugmyndaflugið á þeim bænum!
* Myndin góða (*heh* Kolla - við vorum, erum og verðum alltaf spes - elska það)
* Fullt fullt fullt af vidjóspólum sem teknar voru á með "ekta gamaldags" vidjókamerum....þarf sko að láta flytja þetta yfir á dvd til að eiga *snilld*
* Samningur sem gerður um það leiti þegar að ég og Tinna urðum "blóðsystur" - frekar kanski ástæður fyrir vináttu okkar....
....já æi ég gæti haldið endlaust áfram....
Einsog ég segi hefur megnið af mínum tíma farið í pakka, taka uppúr kössum, þrífa, vinna og sofa....
Ég lofa að fara að skrifa eitthvað skemmtilegt þegar að tími gefst.....
---> Auðvitað langar mig að þakka öllum sem að hjálpuðu til síðustu helgi.....hefði aldreig getað gert þetta án ykkar.....TAKK TAKK TAKK !!

09 janúar 2007

...vei vei...


..ég elska að fá "fréttirnar" fyrst - það er svo mikill heiður....

04 janúar 2007

...lífið og tilveran....


..copy/paste....rakst á áhugaverða bloggfærslu inná síðunni hennar Guðfríðar Lilju sem ég rambaði inná af tiliviljun - Þetta er yndisleg grein sem að fær ábyggilegasta súrasta fólk til að hugsa aðeins um lífið og tilveruna..

"Í kirkjugörðum heimsins hvílir ómissandi fólk" söng Ellen Kristjánsdóttir á Vetrarsólstöðum Náttúruvaktarinnar um daginn. Það er mikill sannleikur í þessari setningu og ég hef hugsað dálítið um það nú um hátíðirnar. Í kirkjugörðum heimsins hvílir ómissandi fólk.

Líf okkar flestra hafa með margvíslegum hætti verið snert af ólíku fólki sem á einn eða annan hátt er horfið úr lífi okkar. Sumir hafa misst ómissandi ástvini á árinu á meðan öðrum hefur verið fengið nýtt líf í hendur. Við tímamót er það áskorun að taka allt það besta frá hinum ómissandi sem hvílast og fara með það áfram, geyma það og varðveita, rækta og miðla, en skilja það slæma eftir og leyfa því að tilheyra fortíðinni. Tengja framtíð við fortíð með því besta en ekki því versta.

Sumir fá aldrei annað tækifæri, en við hin sem enn stöndum getum búið þau til á hverjum degi. Í lífinu glötum við einhvern tímann einmitt því sem er ómissandi, óyfirstíganlegt, en við fáum áfram óvænt tækifæri til aukins þroska og vaxtar, kærleika og hlýju. Á hverjum degi sem rís getum við tekið á okkur örlítinn rögg og breytt einhverju litlu - þó ekki sé nema einhverju pínulitlu í okkur sjálfum. Það er erfitt og stundum ómögulegt, en góðar hugsanir um ómissandi fólk eru meðal þeirra afla sem geta hjálpað okkur til þess.


Ég vona að nýja árið færi okkur öllum tækifæri til að vera örlítið gjafmildari, umhyggjusamari og sannari í dag en í gær - og að við komum sem oftast auga á óvænta gleði. Við erum yfirfull af göllum og vanmætti, en Davíð getur samt alltaf unnið Golíat, ekki síst ef þeir á endanum búa báðir innra með okkur.

Njótiði lífsins og hvors annars.

29 desember 2006

...Stykkorðin 2006....


Janúarsnjór: sleðaferðir - OE - Kollzuafmæli - bókaútsölur - mokstur - sunnudagssnúðar - Einholtið - bóndadagur - þreyta - reunion - gleymska.
Febrúarhægagangur: sumarbústaður - uppgjör - nýtt sófadýr - sala - konudagsrósir - bollur - sprengimatur - lærdómur - innivera - Heiðmörk.
Marsafmælin: Solla stirða - Norðanferð - matarboð - árshátíð - amma rúlla - töluleikir - Tinna Diljá - afmælisbörnin - Kolaportið - Túngötubakgarður - erfinginn 3ja ára - brúðkaup - ný vinna - kveðjustund.
Páskaapríl: amerísk afmæli - OE - bókapartý - ný vinna - spánverjar - nýtt fólk - hjól - hjólreiðatúrar - Don Hörður - fermingar - ótti - pepp.
Fjölskyldumaí: Danmerkurbúar - námskeið - sunnudagskaffi - fundir - súkkulaðikökur - frænkur - boð - norðanferð - sól - eldhúsframkvæmdir - heimalingur - Tómas & Kristján - Austurvöllur - Kolla - Vigdís Grace - Luna - Keflavík - Fjölskyldugarður - Iceland Complete - Erna Rán.
SólarJúní: Luna - sól - Einholt - tjald - Hrönn - Þingvellir - ís - sunnudagsbíltúrar - vinnubrjálæði - grill - subwaysmákökur - Grænland - menning - fegurð - jöklar - Sara Rut - lýðveldi - gat í loft - endurfundir - hamfarir.
Erfingjalausjúlí: Norðanför - tómt kot - mikil vinna - sól - Stullz - Vigdís Grace - hjálp - Tóta - Pusi - Luna - skip - Einholtsframkvæmdir - loftbrot - tjald - vinir - Harley Davidson - Kolaport - Hrönn - Mongópartý - grill.
Endurfundaágúst: Don Hörður - goooool - fótbolti - gaypride - menningarnótt - flugeldar - samvera - fjöllistamenn - stolt - maraþon - Latibær - Tómasarparty - framkvæmdir - Kollakolaport - Spiderman - svefnloft - Blue Lagoon - vinnugleði - ömmuhús - rifsber.
Septemberhlýja: Ber - sulta - Erna Rán - útivera - Austurvöllur - Kollan - Bæjarins Besta - sáupukúlur - Vigdís Grace - Hvalfjörður - Doña Katla - brúðkaup - hjólreiðatúrar - hjól - fjöruferðir - haustlauf - sorg - fjölskylduboð.
Samveruoktóber: Afmælisbarn - heimboð - Njálsborg - amma rúlla "brill" - surprise - barbie - þakklæti - fjölskyldan - samvera - úrslitakostir - rólegheit - barnavagn - endalausar gönguferðir - blíðviðri - OE - Stockholmur - George Michael - góður hópur - englar - Bush - týndir vinir fundnir.
Náttúrunóvember: Nautólsvík - Gróttan - Heiðmörk - Þingvellir - Gullfoss - picknick - Nesfjöllan - New York búar - Vivienne Vigdís - Hólmar - trúnó - kaffi - notalegheit - Hveró - snjóleysi - Doña Dúa fimmtug - Hrufa - laufabrauð - konfekt - bakstur - málun - spiparkökur - flensur - England - fótbolti - snillllllld.
Dúnmjúkurdesember: samvera - kertaljós - kransar - hlýja - myndatökur - stúdíó - Njálsborg 25 ára - Karlotta - sumarbústaður - próf - fullt tungl - kanínur - flóð - hrós - heitir pottar - pakkar - kort - föndur - Túngötutrúnó - sög - veikindi - sólarlag - súkkulaði - málverk - Tómas & Kristján - hlátur - gleði - sorg - villibráð - ís.

28 desember 2006

..plötusnúðurinn ég....aha

Quiz Me
Urður Harðardóttir spins tunes as
DJ Snappy Space

Get your dj name @ Quiz Me

..erfiðir dagar að baki...


...já ég get með sanni sagt að ég kvíði 26. des. á hverju ári - honum fylgir alltaf, dauðsföll, sjúkrahúslegu, erfiðar minningar eða mikil veikindin og þar af leiðandi ekki mikill gleðidagur í mínum bókum...og annar í jólum þetta árið var engin undantekning.
Nú er hann að baki, vonandi og maður gerir hvað eina til að bera bara höfuðið hátt og brosa framaní dagana sem koma...ég stend mig að því á hverju ári þann 26. des, segja við sjálfa mig eða þann sem þarf á því að halda "næsta ár verður betra, næsta ár verður öðruvísi" - og alltaf trúi ég því, verð nú að viðurkenna að það verður erfiðara í hvert skiftið en á meðan ég trúi að það verði betra og það verði öðruvísi held ég að ég sé nokkuð vel sett - er það ekki?
Sagt er að ekki er lagt meir á manneskjuna en hún þolir....askoti erum við sterk!!
Á meðan að ég get enn staðið upp þegar að ég hrasa eða dett og á meðan ég get ennþá hjálpað öðrum að standa upp þegar að þeir hrasa eða eru alveg að bugast - þá er ég glöð og sátt ....

25 desember 2006

...gleði..

...jæja "stóri" dagurinn kominn og farinn - allt var yndislegt og gekk upp!
Við feðginin borðuðum dýrindis hreindýrakjöt og meðlæti meðan restin af famelíunni "hélt í venjuna" og borðaði hamborgarahrygg en nartaði að sjálfsögðu í dýrið líka, enda ekki annað hægt - það var svoooo gott...heimagerði ísinn var snæddur af bestu lyst, rauðvínið rann ljúflega niður, allt of margar Sörur borðaðar, pakkar opnaðir, jólakortin lesin, mikið spilað og hlegið - Fimbulfamb er BARA skemmtilegt spil...
Hef heyrt að gjafirnar frá okkur "langmæðgunum" og jólakortin hafi vakið mikla lukku og fyrir það er ég líka glöð og þakklát - einna best finnst mér að vita að geitin hitti í mark og gladdi (ég reyndar keypti hana handa sjálfri mér en ákváð frekar að gefa hana áfram...)- hefði viljað gefa fleiri....
Aðfangadagur fékk 4 stjörnur þetta árið ;)
Vildi nú bara þakka kærlega fyrir allar fallegu gjafirnar sem ég fékk - hittu allar beint í mark og þótti ótrúlega vænt um ÖLL jólakortin sem bárust....væru sko engin jól án jólakorta...yndislegt allt saman...

...jebb ég brosi hringinn er ánægð með lífið og dagana, er hægt annað - Takk fyrir mig!!

23 desember 2006

...Þorlákur...


..jæja - langþráður dagur runnin upp, litla jólahjartað mitt slær hin fallegustu jólalög og ég brosi allan hringinn. Maður lætur nú ekki smá "sudda" hafa mikil áhrif á sig, er það nokkuð?
Erfinginn komst loksins með flugi norður eftir um rúmlega sólarhrings bið...alveg er starfsfólkið hjá Flugfélaginu hetjur gærdagsins í mínum huga - þvílíkur viðbjóður sem fólk var að láta út úr sér við þau, ég skammaðist mín og ég skil ekki svona framkomu. Fólk gekk svo langt að persónugera reiði sína og lét hluti einsog "gerirðu þér grein fyrir því að ÞÚ ert að eyðileggja jólin fyrir okkur fjölskyldunni með öllu þessu" - "hvernig getum við haldið gleðileg jól ef við komumst ekki norður/austur/vestur vegna þess að ÞÚ skipuleggur ekki nógu vel flugumferðina ef að svona skyldi koma upp (frestun/seinkun þ.e.a.s.)"...ég er með svo lítið hjarta að ég hefði farið að gráta ef einhver hefði sagt þetta við mig og hefði örugglega farið að biðjast afsökunar Á VEÐRINU...dísus..einsog ég sagði, starfsfólkið stóð sig vel og tók á þessu eftir bestu getu og ég vildi óska að ég gæti gefið þeim öllum pakka *heh*....geri það bara í huganum!
...Nú er það Bónusferð fyrir þá gömlu sem þakkar örugglega fyrir það að hafa aldrei tekið bílpróf á svona dögum því þá fer ég örverpið fyrir hana í allar þær búðir sem frúin óskar - og geri það með glöðu, ætli það sé ekki orðin partur af jólahefðinni, drekka kaffi með frúnni, fara yfir inkaupalistann og skunda svo í búðir með bros á vör...skrítið, ég hata stórverslanir og mannmergðina sem er þar alltaf en á Þorlák mætti hun vera tvölfalt stærri og tvöfalt troðnari og ég kippi mér ekki upp við það....ég hlakka til alls í dag og er svo glöð...pínu meyr vegna fjarveru engilsins....en maður bara geymir söknuðinn í litlu hólfi í hjartanu og heldur áfram út í daginn með jólaskapið og brosið að vopni....
Ég óska ykkur öllum gleðilegan Þorlák og vona að dagurinn/kvöldið verði nú fullur af jólabrosum...skiljiði bara stressið eftir heima því þetta hefst allt að lokum, gerir það alltaf, er það ekki??

...John Lennon og Yoko syngja mig inní daginn.....Happy Xmas....jólajóla...

19 desember 2006

...hvað er hægt að gera í lyftunni....(af því lyftuferðir eru svo skemmtilegar alltaf)


1. Ef einungis ein manneskja er í lyftunni, skaltu pikka í hana og þykjast svo ekki hafa gert það.

2. Ýttu á takka og láttu sem þú fáir raflost, brostu og gerðu það aftur.

3. Spurðu fólk um hvaða hæð það sé að fara á og ýttu svo á vitlausa takka.

4. Hringdu í Sálarrannsóknafélagið úr gemsanum og spyrðu hvort þeir viti á hvaða hæð þú sért.

5. Misstu pennann þinn a gólfið og bíddu þar til einhver tekur hann upp og öskraðu þá:"ÉG Á HANN"

6. Taktu myndir af öllum sem koma inn í lyftuna.

7. Settu skrifborðið þitt í lyftuna og spyrðu alla hvort þeir hafi pantað tíma.

8. Farðu í flugfreyju-gírinn og segðu öllum hvað skal gera í neyðarástandi.

9. Stattu mjög nálægt einhverjum og þefaðu vel af viðkomandi.

10. Sláðu til ímyndaðra flugna.

11. Grettu þig, lemdu í hausinn á þér og segðu:"Þegiði, þegiði allir!!!"

12. Búðu til handbrúðu úr gömlum sokk og talaðu við alla sem koma inn.

13. Líktu eftir sprengjuhljóði i hvert skipti sem einhver ýtir á takka.

14. Starðu hreykinn á viðstadda og segðu þeim að þú sért í nýjum sokkum.

15. Teiknaðu hring á gólfið og tilkynntu viðstöddum að þetta se þitt persónulega svæði.



...þetta er alfarið tileinkað henni Yolöndu minni !!!!!

...falleg helgi að baki..


...við mæðgur áttum að ég held með fallegri helgi saman sem við höfum átt saman í langan tíma - svona stundir í lífi mans eru svo ómetanlegar og skilja svo margt eftir sig - vonandi hjá okkur báðum.
Þar sem maður hefur verið frekar "skrítin" að undanförnu sökum prófa og mikillar vinnu ákvað ég að litla dýrið fengi nú hverja mínútu af helginni sem leið.
Hápunktur helgarinnar held ég samt að hafi verið þegar að ég, erfinginn og Don Hörður fórum eldsnemma í sunnudagsbíltúr sem endaði uppí Heiðmörk þar sem við völdum og hjuggum okkar eigið jólatré, það var nú ekki margt um mannin þegar að við komum þangað þannig að sú stutta fékk mikla athygli jólasveinanna á svæðinu, heitt kakó var á thermobrúsum og smákökur í dúnkum...röltum aðeins um svæðið "mínískóginn" og nutum veðurblíðunnar, lékum okkur í nýföllnum snjónunum - snjóenglar framleiddir, gamalt fólk grítt með snjóboltum, rendum okkur í brekkunum og bara nutum þess að vera saman...Þegar við loksins fundum hið fullkomna tré (sem er btw flottasta tré sem ég hef átt og haft...) og komnar að skálanum aftur þá var orðið margt um mannin og fjölskyldurnar farnar að flykkjast að - þetta svotilgerða 6 bíla bílastæði var vel sprungið af svona 30 jeppum og óðum fjölskyldum í leit að "sínu fullkomna tréi". Ég mæli með þessu fyrir hvern þann sem hefur tök á að fara þarna að ári og ná sér í tré og fallegar minningar - held ég hafi fundið "jólahefðina" handa okkur mæðgum sem ég hef verið að leyta að ......okkur er í það minnsta báðum farið að hlakka til næsta árs þegar að við förum aftur ;)
Í gærkveldi var svo kveikt á þriðja kertinu á litla aðventukransinum okkar og tréð skreytt meðan jólalögin ómuðu í kotinu....gerðum konfekt í konfektmótum, með fyllingum og alles, skelltum okkur í "sveitina" og skárum út laufabrauð og skreyttum piparkökur með góðum hóp af fólki...
Stuttlingurinn fór í myndatöku á föstudaginn, sem tókst vonum framar - er búin að fá send "sýnishorn" sem að lofar bara góðu - lýst vel á þetta og hlakka mikið til að sjá afganginn...
Æi já, helgin var bara yndisleg í alla staði - engillinn kúrir núna á koddanum eftir massíft jólaball í vinnunni hjá mér...það er eitthvað svo mikið að gera framundan hjá okkur mæðgum en alltaf svo lítill tími - ekki vika í jólin...en um að gera að nýta hann bara vel og vera glaður og ánægður með það sem maður getur gert og kemur í verk, er það ekki ?!?!?

..."making a list - cheking it twice"...var það ekki einhvernveginn svona sem lagið var? Nú er mín kona að reyna að skipuleggja dagana þar sem erfinginn fer að öllum líkindum norður fyrr en áætlað var og að svo mörgu að huga áður....vona að helgin hafi verið falleg og góð við ykkur öll..kveðjur úr kotinu...

13 desember 2006

..leynivinadagar..


Næstu 3 dagar eru svokallaðir "leynivinadagar" hérna í vinnunni og eru allir mjög lúmskir og leyndardómsfullir - þessu fylgir svo sannarlega mikil spenna hérna - gaman að sjá!
Leynivinur minn var svo hugulsamur í dag, var mér fært (á silfurfati notabéne) þessi ljúffengi morgunverður og kertljós í fögrum stjaka ...... leynivinurinn fær svo sannarlega plús fyrir að gefa mér "ójóló" gjöf - ég er nefnilega með ofnæmi fyrir svona snjókalla og jólasveinasprittkertastjökum *hrollur* og það er eitthvað sem að virðist vera "inn" þegar að kemur að svona litlujólum og leynivinadögum....dagurinn ss byrjar vel...styttist í lokaprófið...pínu stress en samt fegin að þetta er að verða búið...
Vona að þið eigið góðan dag.....chauuuuuu

12 desember 2006

...svefnleysi, lítil matarlist, stress...en samt svo glöð...


...úff - síðasta prófið á morgun og ég hlakka svo til, er líka búin að lofa að verða "góður vinur vina minna" aftur á fimmtudaginn þar sem flestir voru bara settir á "hold"!
Líður einsog heilinn á mér sé að springa, ansi hrædd um að augun fari nú að poppa út úr hausnum bráðum, lifi á mandarínum, kristal og kaffi og get ekki sofið...dísus hvað ég hlýt að líta vel út *heh*
Maður getur orðið eitthvað svo einhverfur í svona próflestri...nógu einhverf er ég nú fyrir :)

En á sama tíma er desembermánuður búinn að renna svo ljúflega niður og hefur verið með betri mánuðunum á þessu ári - ég er hamingjusöm, glöð, ástfangin, spennt....hvað er ekki gott við þetta?
Við mæðgur erum líka búnar að vera svo duglegar við að "jólast"- búnar að skrifa og senda rúml. 50 jólakort og velja myndir sem eru EKKI jólalegar, baka piparkökur og skreyta auk baksturs 2ja annarra smákökusorta, gera konfekt, föndra skrilljón gjafir handa ættingjum og vinum úr leir og trölladegi, skreyta allt heima í kotinu (hlakka til að fara með dýrinu að velja jólatré - hvenær ætli sé best að gera það ?), erum að fara í laufabrauð og meiri piparkökumálun næstu helgi, 2 jólaböll framundan....einsog ég segi búnar að vera duglegar að jólast og eigum helling eftir - bara af skemmtilegum hlutum þar sem allar jólagjafir eru komnar í hús og alles klar sem viðkemur þeirri hliðinni...held að ég hafi aldrei verið jafn tímanlega með neitt sem viðkemur jólunum einsog í ár og það er yndislegt - held ég geti þakkað skipulagsfríkinu, jólabarninu, "making a list" fíklinum og samstarfskonu minni henni Örný stóran hluta af því hversu tímanleg ég var í ár - bara gott mál...hef aldrei skilið húsmæðurnar/fólkið sem byrjar fyrir desember að undirbúa, kaupa, baka fyrir jólin og fara í inkaupaferðir til útlanda...en er farin að skilja þetta aðeins betur núna - mikið asskoti eru þau sniðug og séð...
Fyrsti jólasveinninn er kominn til byggða víst og ég er farin að hlakka til að rölta niður Laugarveginn á Þorlák, vonandi í smá snjó, kíkja í búðir, finna laust borð á e-h litlu kaffihúsi, drekka heitt kakó og skoða allt hamingjusama fólkið....hlakkar ykkur ekki til?!?!

11 desember 2006

...fagrir eru fimmtugir....



...Tileinka þennan dag henni múttu minni sem er fimmtug í dag.....

07 desember 2006

Larry Bird..


Ég man þegar að Magic Johnson og Larry Bird (jújú og auðvitað Jordan) voru aðalmálið - það var hipp og kúl að safna körfuboltamyndum og allir horfðu á NBA og vissu út á hvað leikurinn gengur....þegar að þeir voru í stuttum þröngum stuttbuxum (dear lord) þetta snérist meir um hvernig leikurinn fór og leikmenn stóðu sig heldur en hjá hverjum hver svaf eða hver barði hvern....Djö er maður orðinn gamall eitthvað...Datt inná e-h síðu þar sem fram kom að Larry Bird ætti afmæli í dag - fimmtugur kallinn..... fór allt í einu að hugsa um þetta allt saman...átti vini sem að lögðu líf og sál í að safna þessum körfuboltamyndum og "bítta" - þetta var sett í fallegar möppur, með spes plöstum og allt gert á mjög skipulagðan hátt - "þetta var hobby og þetta var buisness"...alltaf gaman að fá svona "flashback"...

05 desember 2006

...hvar væri ég án smávegis jazz.....


Árið 2004 var ég kynnt fyrir "enn einum" tónlistarsnillingnum - honum Herbie Hancock og maðurinn er snillingur með meiru....tók mig smá tíma að melta hann, veit ekki af hverju en á síðustu 2 árum hefur hann runnið svona ljúflega niður...mæli eindregið með honum fyrir ykkur sem hafið einhvern áhuga eða gaman að funk/jazzi..

..Jebbs - ég trúi því að allt í lífinu og viðkoma allra í lífi mans hafi einhvern tilgang og ekkert gerist nema það eigi að gerast....manneskjan sem kynnti mig fyrir Herbie, stoppaði stutt en kenndi mér og fræddi mig um "ó svo margt" og er ég ævinlega þakklát fyrir tímann og fróðleiksmolana - sumir fróðleiksmolar eru fallegt veganesti...